Skyndipasta

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 2. september 2008 kl. 23:04 eftir 194.144.79.236 Útgáfa frá 2. september 2008 kl. 23:04 eftir 194.144.79.236
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

Pastaréttur fyrir tvo

  • Hólkapasta (Penne)
  • 4 skinkusneiðar
  • 2 baconsneiðar
  • 4 pepperonisneiðar
  • 1/2 ferskur chillipipar
  • 1 laukur
  • 1/2 græn paprika
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 msk tómatpúrra
  • 1-2 tsk basil (þurkað)
  • 1 tsk rósapipar
  • 1 msk matarolía
  • 1/2 dl vatn

- Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á umbúðum - skerið skinku, bacon, pepperoni í hæfilega bita, saxið chillipipar, lauk og papriku frekar smátt og steikið á pönnu í matarolíu. paprikan á að vera stökk en baconið rétt að byrja að brúnast, slökkvið þá undir. - Hrærið saman tómatpúrru, vatni, basil, rósapipar (mulinn) og fínsöxuðum hvítlauk. Blandið saman við steikta hráefnið og bætið pastanu útí.

Borið fram með brauði og góðum bjór.