Ýsuréttur Þórhildar

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 9. janúar 2005 kl. 19:51 eftir 213.213.136.102 Útgáfa frá 9. janúar 2005 kl. 19:51 eftir 213.213.136.102
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Roðflett ýsuflak
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1/2 tening kjötkraft
  • 2 - 3 lárviðarlauf
  • 1 - 2 tsk. fiskkrydd
  • 1/2 saxaða papriku
  • 3 msk. tómatkraft eða sósu
  • (rjómi)
  • olía

Skerið fiskinn í bita, sneiðið laukinn, hvítlaukinn og paprikuna. Steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt og gott. Vatni bætt í, síðan kjötkraftinum, lárviðarlaufunum og fiskkryddinu. Þetta er látið sjóða í 1 - 2 mínútur. Þá er tómatkraftinum bætt í og látið malla í tíu mínútur. Fiskurinn settur í pottinn og vatni eða rjóma bætt í svo það fljóti yfir fiskinn.