Hlaupa-stykki

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 1. ágúst 2009 kl. 22:20 eftir 194.144.79.236 Útgáfa frá 1. ágúst 2009 kl. 22:20 eftir 194.144.79.236
Fara í flakkFara í leit

Þessi uppskrift kemur frá iform.dk

Mjög góð orkustykki

Stykkið er fullkominn undirbúningur undir hlaupið. Liggur í maganum og er auðmeltur.

(ca. 30 stykki)

  • 50 pekanhnetur (eða aðrar hnetur)
  • 150 g sólþurrkaðar fíkjur (eða döðlur jafnvel)
  • 125 g sólþurrkaðar apríkósur
  • 80 g speltflögur (já eða bara haframjöl)
  • 40 g kókosmjöl
  • 50 g graskersfræ
  • 80 g fínvölsuð hafragrjón
  • (3 tsk. hybenpulver (hef ekki fundið þetta hér...þetta er hibiscus eða rose-hips duft) má sleppa þessu)
  • 3 tsk. rifinn engifer (ferskur)
  • 60 g sólþurrkuð trönuber (nota stundum rúsínur)
  • 2 spsk. ljós sesamfræ


Marinering

  • 1,5 dl hunang stíft
  • 1 dl hnetusmjör creamy
  • 0,5 dl sjóðandi vatn


Aðferð

Setja hnetur, fíkjur og apríkósur í matvinnsluvél og hakka í smábúta. Blanda saman öllum innihaldsefnum nema marinerungunni. Setja hunang og hnetursmjör í pott og hita. Hella sjóðandi vatninu yfir og láta suðuna koma upp. Píska aðeins í pottinum.

Hella marineringunni yfir þurrefnin og blanda vel saman með sleif.

Klæða ofnfast mót (34 fx 20 cm) með bökunarpappír, skipta deiginu í mótið og jafna með sleif. Baka neðst í ofni við 200°C í 15-20 mín. Taka úr ofninum skera í ca 30 stykki og raða þeim á bökunarplötu á hina hliðina. Baka þau áfram í 15-20 mín við 150°C


Næringarinnihald pr. stykki (35 g):

  • Orka: 131 kcal
  • Fita: 5,3 gram
  • Prótein: 2,5 gram
  • Kolvetni: 19,3 gram
  • Trefjar: 2,1 gram