Mexikó rúllutertubrauð

Úr Uppskriftavefurinn
Stökkva á: flakk, leita

Innihald:

Mexikóostur

Sýrður rjómi 10%

Pepperoní 1 bréf

1 rauðlaukur

Ólífur, eftir smekk

Mæjónes eftir smekk

1 rúllutertubrauð


Bræða þarf mexikóostinn (minnir að ég hafi brætt hann í örlítilli mjólk)

Skera laukinn, pepperóníið og ólífur í litla bita

Blanda því saman við sýrðan jóma og mæjónes

Bera á rúllutertubrauðið og rúlla þétt upp.

Smyrja ofan á með majónesi, krydda með t.d. paprikukryddi og strá rifinn ost yfir.

Hitað við ca 180°C í ca 15 mín eða þar til brauðið er ljósbrúnt.

Uppskriftin hefur oft dugað á 2 rúllutertubrauð