Vorrúllur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Vorrúllur er máltíð sem gaman er að borða, breytileg eftir smekk hvers og eins og stórt séð býsna holl.

Innihald:

  • Hrísgrjóna vorrúllu bréf (rice wrappers)
  • Gulrætur
  • Sellerí
  • Gúrka
  • Paprika
  • Kjúklingur
  • Kál
  • Núðlur
  • Kóríander
  • Basil
  • Sæt chilisósa (sweet chili)
  • Avocado
  • Vatn

Chili majónes sósa:

  • Sirasha sósa
  • Majónes

Hnetusmjörs sósa:

  • 2 msk hnetusmjör
  • 2 msk sojasósa
  • 1 msk hunang
  • 1 msk engifer
  • 2 hvítlauksgeirar

Listarnir hér að ofan eru bara til viðmiðunar, í raun má setja hvað sem manni dettur í hug í vorrúllurnar. Góðar sósur eins og þessar að ofan gera mikið fyrir þennan rétt. Skref í framleiðslu:

  1. Skera gulrætur, sellerí, gúrku, papriku, avocado og annað slíkt í temmilega granna litla stilka (ca 3cm á lengd)
  2. Skera kjúkling í litla bita og steikja (jafnvel upp úr sweet chili)
  3. Sjóða núðlur
  4. Búa til sósur

Svo er allt sett á borðið sitt í hvoru lagi (oft gott að hafa sweet chilli á borðum líka). Til að mýkja hrísgrjóna blöðin er gott að vera með djúpan disk, pönnu eða eldfast mót (stærra en hrísgrjóna blaðið), setja í það sirka 1-2 cm af heitu (nálægt sjóðandi) vatni og dýfa svo blaðinu í svo það sé alveg á kafi. Eftir stutta stund er það orðið mjúkt, þá er bara að vippa því yfir á disk, breiða úr því, raða því sem maður girnist inn í rúlluna og pakka svo rúllunni inn eins og maður mundi gera við tortillu.

Tengdar síður: