Valhnetubaka
Botn:
- 250 g mulið hafrakex
- 75 g malaðar velhnetur
- 90 g sykur
- 1 tsk skyndikaffi
- 150 g smjör
Fylling:
- 4 eggjarauður
- salt á hnífsoddi
- 2 1/2 dl síróp
- 1 msk matarlímsduft
- 2 msk kalt vatn
- 2 eggjahvítur
- cream of tartar á hnífsoddi
- 60 g sykur
- 2 dl þeyttur rjómi
Ofan á:
- 1 dl þeyttur rjómi
- valhnetur
Hita ofninn í 190°C. Blanda saman kexi, hentum, sykri og kaffi. Bræða smjörið og hræra út í kexmylsnuna. Þrýta í botninn og upp með hliðunum á bökumóti, ca 24 cm í þvermál. Baka í 8 mínútur og kæla. Þeyta eggjaraður, salt og síróp yfir vatnsbaði og hrærið stöðugt í þar til hræran fer að þykkna. Takið pottinn af hitanum. Stráið matarlímsduftinu yfir kalda vatnið og látið standa í uþb 5 mín. Leysið upp við vægan htia og blandið út í volga sírópshræruna. Látið kólna. Þeytið eggjahvíturnar með cream of tartar, setjið sykurinn út í og stífþeytið. Hrærið aðeins upp í sírópshrærunni blandið eggjavítunum út í og að síðustu rjómanum. Hellið þessu yfr kexbotninn og látið kólna. Jafnið þeyttum rjóma yfir fyllunguna og skreytið með valhnetukjörnum.