Ungversk gúllassúpa

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Áætluð fyrir 6. Undirbúningstími 30 mín. Suðutími 2-3 tímar

  • 2 msk smjörlíki
  • 2 msk olía
  • 4-5 stórir laukar
  • 3 tsk paprikuduft
  • pipar og salt
  • 1/2 tsk sellerísalt
  • 750 g nautakjöt
  • 1 stór gulrót
  • 1 lítil sellerírót
  • 6 kartöflur
  • 1 rauð paprika
  • 2 msk tómatpúrra
  • 2 tsk kúmen
  • 2 l vatn
  • 2 súputeningar (nauta)

Vatnið soðið með súputeningunum. Kjötið skorið í teninga og það brúnað í smjörinu og olíunni ásamt söxuðum lauk. Paprikuduftinu stráð yfir. Kjötinu blandað í helminginn af vatninu og tómatpúrran sett í hinn helminginn. Grænmetið hreinsað, kartöflurnar og sellerírótin skorin í teninga. Gulrótin í skífur og paprikan í strimla. Þegar kjötið er orðið meirt er grænmetið sett í pottinn með kjötinu. Kúmeni, sellerísalt og pipar stráð yfir og örlítið salt. Helmingnum af tómatblandinu hellt í pottinn. Súpan látin sjóða aðein þar til grænmetið er soðið. Súpan smökkuð til með restinni af tómatblöndunni og pipar. Hún á að vera MJÖG vel krydduð.

Súpan borin fram með heitu brauði og smjöri.