Syndsamlega góð
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Syndsamlega góð súkkulaðikaka
Fann þessa uppskrift í Blaðinu 16.2.2007
- 200 g smjör
- 225 g suðusúkkulaði
- 3 dl sykur (eða hrásykur, þá verður kakan aðeins harðari)
- 3 egg
- 1.5 dl hveiti/heilhveiti eða spelt
- 50 g malaðar heslihnetur
Bræða saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Meðan þetta bráðnar er egg og sykur þeyt saman þar til létt og ljóst. Súkkulaðibráðinni leyft að kólna aðeins áður en hún er hrærð varlega saman við eggjahræruna með sleif. Síðan er mjölinu og heslihnetunum blandað saman og hrært saman við með sleif. Sett í smurt og hveitistráð hinglaga smelluform og bakað við 180°C í ca 30 mínútur. Látin kólna aðeins áður en hún er sett á disk. Flórsykri sigtað yfir og skreytt með ferskum berjum ef þau eru til :) Borin fram með þeyttum rjóma.