Sykurlaus jarðarberjakaka
Botn
- 200 gr möndlur
- 125 gr kókosflögur
- 330 gr döðlur
- 1 dl kakóduft
- Smá sjávarsalt og cayanne pipar.
Allt "þurrefnið" sett í matvinnsluvél og malað niður. Bætið við döðlunum og þá gott að setja með smá soðið vatn til að bleyta upp í. Hrært þar til verður að degi. Svo megið þið ráða bara hvort þið viljið baka eða ekki...ég bakaði minn botn í ca. 8-10 mín. við 180 gr. hita.
Jarðaberjakrem
- 4 dl kasjúhnetur
- 1 tsk vanilluduft
- 1 kg frosin jarðaber (sennilegast alveg nóg að nota 0.5 kg hér og þá aðeins minna af hnetum)
Kasjúhneturnar eru látnar liggja í bleyti í soðnu vatni í ca. 2 klst. Við það eykst rúmmál þeirra um ca. helming, þannig að hafið skálina nógu stóra og vatnið rúmlegt. Setjið síðan allt í matvinnsluvél og maukið í krem. Setjið ofan á köku ef hana á að borða strax....annars kannski heppilegt að hafa með kökunni, þar sem kremið "bráðnar".
Súkkulaðikrem ofan á
- 1 dl hreint kakóduft
- 1/2 dl Agave sýróp
- 1 dl kaldpressuð kókosolía
Kókosolían er brædd, t.d. með því að setja krukkuna í sjóðandi vatn í smá stund. Út í brædda olíuna eru svo sýropinu og kakóinu bætt útí....og gúmmelaðið sett yfir kökuna og kremið - eða haft með....bara eins og þið viljið...smakkast alltaf jafn vel!