Spari kjötbollur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 400 gr nautahakk
- Salt og pipar
- 1-2 egg
- 2-3 msk.Rifinn ostur
- 2-3 msk. raspur
- Niðursoðnir tómatar (heilir)
- Rjómi
Hakkið sett í skál ásamt eggjum, osti og raspi og þetta hnoðað saman. Kryddað með salti og pipar. Búnar til bollur úr hakkinu og þær léttsteiktar á pönnu. Bollurnar settar í eldfast mót. Rjómanum hellt í pönnuna og látinn sjóða þannig að hann fái bollubragðið af pönnunni í sig. Safanum af tómötunum hellt í pönnuna og látið sjóða aðeins. Rjómasósunni svo hellt yfir bollurnar. Ostsneið sett ofan á hverja bollu og tómatarnir að lokum settir ofan á bollurnar. Álpappír settur yfir mótið. Látið malla í ofni við 200°C í ca. 20 mín.