Smjörkrem Wilton

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Kremið til að skreyta wilton kökur. Hentar í lituð krem.

  • Gerir uþb 3 bolla af kremi
  • 1 bolli (ca 250g) lint smjörlíki (wilton notar 50/50 smjörlíki og palmin feiti til að gera kremið hvítara/stífara)
  • 1 tsk vanillusykur
  • 4 bollar sigtaður flórsykur (approximately 1 lb.)
  • 2 msk mjólk


Leiðbeiningar

Þeyta smjörlíki í hrærivél þar til létt og ljóst. Setja sykurinn og vanillusykurinn í smátt og smátt einn bolla í einu hræra vel á milli á meðalhraða. Skafa reglulega innan úr skálinni til að allt blandist vel. Kremið er á þessu stigi þurrt. Setja mjólkina í og hræra vel á meðalhraða þar til kremið er létt og loftkennt. Hafa rakan klút yfir skálinni þar til kremið er tilbúið til notkunar.

Geyma kremið í ísskáp þegar ekki í notkun í loftþéttu íláti. Hægt að geyma kremið í nokkra daga (allt upp í 2 vikur) í ísskáp. Hræra aftur fyrir notkun.

  • Fyrir þunnt krem (til að smyrja á kökur) bæta við 2 msk af kornsýrópi, vatni eða mjólk
  • Fyrir smjóhvítt krem sleppa smjörinu og setja bara feiti (shortening) og hvítan (No-Color Butter Flavor) wilton matarlit.
  • Bæta við allt að 4 msk af kornsýrópi, vatni eða mjólk til að þynna kremið.