Skúffukaka
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 1½ dl mjólk
- 4½ dl hveiti
- 3 tsk lyftiduft
- 150 g smjör
- 2 tsk vanillusykur
- 1 msk kakó
- 1/4 tsk salt
Egg og sykur hrært vel saman, þurrefnum blandað saman. Mjólk, brætt smjör og þurrefni sett út í eggjahræruna til skiptis. Deigið sett í smurða skúffu og kakan bökuð við 225°C í miðjum ofni.
Glassúr
- 3½ dl flórsykur
- 1 msk kakó
- 2 tsk vanillusykur
- 4 msk brætt smjör
- 4 msk sterkt kaffi
- kókosmjöl
Kakan látin kólna áður en súkkulaðið er sett á. Glassúrið látið þorna að mestu áður en kókosmjölinu er stráð yfir.
Best með ískaldri mjólk og e.t.v. rjóma.