Sjónvarpskaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Kakan

  • 2 stk egg
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 bolli heit mjólk
  • 1 msk smjörlíki (brætt)

Sykur og egg þeytt vel saman. Mjólkin hituð og smjörlítið sett útí og látið bráðna. Þurrefni sigtuð saman og sett úr í hræruna til skiptis við mjólkina og smjörið. Látið í kringlótt smelluform bakað á 170-180 á undir og yfirhita.

Kremið

  • 3 msk smjörlíki
  • 5 msk púðursykur
  • 2 msk mjólk
  • 5 msk kókosmjöl

Allt sett saman í pott, suðan látin koma upp. Hellt yfir kökuna þegar hún er orðin bökuð og sett aftur í ofninn í ca 5 mínútur.