Satay kjúklingasalat
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1 pk. kúskús með sólþurrrkuðum tómötum
- 4-5 kjúklingabringur
- olía til steikingar
- 2 dósir/krukkur satay-sósa, t.d. frá Thai Choice
- 300 gr. ferskt spínat
- 2 lárperur, skornar í bita
- 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
- 400 gr. kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- 200 gr. salthnetur
- 1 krukka fetaostur í kryddolíu
Útbúið kúskús samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið kjúklingabringur í teninga og steikið á pönnu. Hellið satay-sósu saman við og látið krauma í nokkrar mínútur. Setjið spínat í botninn á eldföstu móti og smyrjið kúskúsi ofan á það. Hellið síðan kjúklingnum ásamt sósunni yfir spínatið og kúskúsið. Dreifið lárperu, rauðlauk, kirsuberjatómötum, hnetum og fetaosti yfir. Réttinn má bera fram heitan eða kaldan.