Súkkulaðidöðlukaka með karamellusósu

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Botn

  • 250 gr. döðlur
  • 3 dl. vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 130 gr. Púðursykur
  • 100 gr smjör
  • 2 egg
  • 150 gr. hveiti
  • 120 gr. súkkulaði saxað

Sjóðið döðlur í vatni láta bíða í 5 mín. Stráið matarsódanum yfir. Maukið í matvinnsluvél eða pískið saman. Hræra smjör og púðursykur saman bæta eggjunum útí eitt í einu, hræra vel saman, bætið döðlumaukinu útí ásamt hveiti og súkkulaði, blanda vel saman.

Setjið í 180 gr. heitan ofn í ca 30 mín. Ég notaði smelluform 24cm.

Sósa

  • 120 gr. smjör
  • 100 gr. púðursykur
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 3/4 dl. rjómi (75ml)

Blandið öllu saman í pott og látið sjóða í 5 mín. Sósan er borin fram heit. Hægt að gera hana áður og hita svo upp áður en kakan borin fram. Nauðsynlegt að hafa ís eða rjóma með... eða bara bæði.