Súkkulaði-döðluterta með bananarjóma

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 4 egg
  • 150gr sykur
  • 50gr hveiti
  • 1tsk lyftiduft
  • 100gr suðusúkkulaði
  • 100gr döðlur

Hita ofninn í 180°C

Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið saman hveiti og lyftiduft og blandið varlega saman við Brytjið suðusúkkulaði og döðlur og blandið saman við Setjið í tvö kringlótt lausbotna form (um 22cm í þvermál). Gott er að klæða botninn með bökunarpappír Bakið í 15-20mín


Krem

  • 3 eggjarauður
  • 4msk flórsykur
  • 100gr suðusúkkulaði
  • 2 1/2 dl. rjómi (eða bara einn lítill peli)
  • 1-2 bananar

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur Bræðið suðusúkkulaðið og þeytið rjómann Hrærið súkkulaðinu saman við eggjarauðurnar og blandið 2-3msk af þeyttum rjóma saman við Stappið einn banana og hrærið varlega saman við afganginn af rjómanum

Smyrjið súkkulaði á fyrri botninn. Þetta er slatti af kremi þannig að þið þurfið ekki að spara kremið sem sett er á milli. Setjið svo rjóma ofan á kremið og svo seinni botninn ofan á rjómann. Smyrjið kremi ofan á kökuna. Gott er að geyma kökuna í kæli. Stuttu áður en kakan er borðin fram er hún skreytt með bönunum (ef þið setjið bananana strax á en berið hana fram seinna þá verða bananarnir brúnleitir)

Mér finnst þessi kaka betri daginn eftir eða allavega eftir að hún hefur fengið að vera í kæli. Þá finnuru betur fyrir súkkulaðibitunum. Gott að bera fram með rjóma/sprauturjóma/ís.