Sítruskjúklingabringur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Þessi fær 4 stjörnur!
- 6 kjúklingabringur
- 1 dl ferskur sítrónusafi
- 1 dl ferskur appelsínusafi
- 3 hvítlauksrif, pressuð
- 1 msk engiferrót rifin
- 1 msk saxað ferskt estragon eða 1 tsk þurrkað
- 1/2 tsk sjávarsalt
- 1/4-1/2 tsk cayennepipar
- olía og sítrónupipar til steikingar
Blandið saman í stóra skál sítrónusafa, appelsínusafa, hvítlauk, engiferrót, estragon, salti og cayennepipar. Leggið bringurnar í löginn og látið standa við stofuhita í ca 1 tíma eða 3-4 tíma í ísskáp. Takið bringurnar úr leginum og þerrið. Penslið með olíu og kryddið með sítrónupipar. Grillið í 7-10 mínútur á hvorri hlið. Fer eftir stærð á bringum. Borið fram með kryddsmjöri, fersku grænmetissalati, hrísgrjónum og brauði.