Sítrónukjúklingur

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 20. febrúar 2005 kl. 19:11 eftir 194.144.65.21 Útgáfa frá 20. febrúar 2005 kl. 19:11 eftir 194.144.65.21
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

Djúsí kjúklingabringur.

  • 4 kjúklingabringur
  • 2 sítrónur
  • 2 dl ólífuolía
  • 4 hvítlauksrif söxuð eða pressuð
  • 1 tsk oregano
  • 1 tsk nýmalaður pipar
  • salt

Safinn kreistur úr sítrónunm og settur í skál. Olíu, hvítlauk, oregano og pipar blandað saman við. Kjúklingabringurnar lagðar í blönduna í ca hálftíma við stofuhita eða lengur í kæli. Kjúklingabringurnar þerraðar, saltaðar og grillaðar 5-7 mín á hvorri hlið. Fer eftir stærð. Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og brauði.