Sítrónu og bláberjamúffur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 1/3 bolli (45g) hveiti
  • 1/3 bolli (65g) sykur
  • 1 tsk sitrónubörkur rifinn
  • 3 msk kalt smjór

Blandað saman með höndunum og geymt til að strá yfir múffurnar.

  • 2 bollar (260g) hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • örlítið salt
  • 1/2 bolli (115g) brætt smjör
  • 1 bolli (200g) sykur
  • 1/2 bolli (125g) hrein jógurt
  • 2 egg
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/4 bolli (60g) nýmjólk
  • 1 bolli bláber, fersk eða frosin

Hita ofninn i 190 gráður. Blanda þurrefnum saman i sér skál. Hræra smjör og sykur saman i annarri skál og bæta jogurtinu saman við og einu og einu eggi í einu og hræra vel saman. Bæta við sitrónu og vanilludropum. Blanda þurrefnum út í en skilja eftir 1/4 og hræra vel saman. Bæta nýmjólkinni ut í ásamt restinni af þurrefnum og blanda vel saman. Að lokum hræra bláberin varlega saman við deigið.

Setja í 20-24 muffinsform. Strá smjör/sykur blöndu yfir hverja múffu. Bakað í 23-27 minútur við 190 gráður C