Sætar kartöflur með sykurpúðum

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Meðlæti með t.d Kalkún

  • 3 sætar kartöflur
  • 1-2 msk púðursykur
  • Appelsínusafi
  • Sykurpúðar

Sætu kartöflurnar eru voða einfaldar. Fyrir skammtinn sem ég kom með í boðið notaði ég 3 sætar kartölflur. Sauð þær í tæpan klukkutíma, mega líka alveg verða maukaðar því maður stappar þetta bara. Svo þegar búið er að stappa þetta setur maður 1-2 matsk. púðursykur og smá appelsínusafa og hrærir saman. Bara smakka það til. Svo fara sykurpúðarnir á, inn í ofn ca. 150-200 C í svona 10-20 mín, bara þangað til sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Passaður bara að þeir brenni ekki;)