Sætar kartöflur á grillið

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 1 kg sætar kartöflur
  • 1/4 bolli ólífuolía
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk kúmen
  • 1 vorlaukur
  • 2 tsk limesafi nýkreistur
  • lime-sneiðar
  • 1/4 bolli ferskur kóríander


Aðferð

Sjóðið kartöflur í söltu vatni undir loki þar til þær eru rétt orðnar meyrar, í um 15-30 mín, fer eftir stærð. Hellið vatninu af og skolið þær með köldu vatni. Skrælið og skerið í um 1 cm þykkar skífur. Hrærið saman olíu, slati og kúmeni í skál og penslið báðar hliðar kartöfluskífnanna með blöndunni. Skiljið þó aðeins eftir af blöndunni. Grillið þar til þær eru gullinbrúnar, í um mínútu á hvorri hlið. Færið kartöflurnar yfir á bakka. Skerið vorlaukinn skáhallt í þunnar sneiðar, sáldrið yfir kartöflurnar. Pískið límónusafanum saman við olíublönduna, saltið og piprið eftir smekk og dreypið yfir kartöflurnar. Stráið kóríander yfir og berið fram með límónusneiðum.