Rice Krispies bomba

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 60 g smjör
  • 125 g suðusúkkulaði
  • 6 msk sýróp
  • 5 bollar rice krispies
  • tæplega 1/2 l rjómi
  • 2-3 bananar
  • nokkrar rauðar töggur

Bræða smjör,súkkulaði og sýróp saman í potti og hella svo yfir ricekriespies-ið og hræra í varlega með sleif þangað til allt er orðið jafnt blautt. Setja í lausbotna form og látið harðna í ísskáp. Setja kökuna á disk og skera bananana yfir kökuna. Smyrja þeyttum rjóma yfir. Bræða ljósar töggu í smá rjóma ( annars verða þær of stífar )látið kólna aðeins og svo látið leka yfir rjómann hingað og þangað. Ef karamellan er of heit bráðnar rjóminn og ef of köld situr hún í skeiðinni.