Rótargrænmeti
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- Sellerírót
- Gulrætur
- Kartöflur
- Sætar kartöflur
- Extra virgin ólífuolía
- Hvítlaukur
- Rósmarín
- Maldon salt
- Svartur pipar
Grænmetið flysjað og skorið niður í góða bita.
Þvínæst er nokkrum matskeiðum af jómfrúarolíu hellt yfir grænmetið og því velt um þannig að það hjúpi vel. Þá er maturinn saltaður með Maldon salti, grófum nýmöluðum pipar sáldrað yfir og svo er laufum af nokkrum greinum af rósmarín og 6 niðurskorinn hvítlauksrif blandað saman við. Bakað í ofni í rúman klukkutíma þar til að kartöflurnar eru mjúkar og gullnar.