Pizzabotn (3)
2 botnar fyrir 5-7
- 1 pakki þurrger
- 300 ml volgt vatn
- 600 g hvítt hveiti
- 2 msk ólífuolía
- 1 1/2 tsk salt
- 2 msk hveitiklíð
- 2 tsk sykur (hvítur)
Blandið saman geri, vatni, hveitiklíð, sykri og helmingnum af hveitinu í stórri skál. Blandið vel saman. Bætið við olíu, salti og hveiti eftir þörfum. Mjög mikilvægt að degið verði ekki of þurrt og allsekki víst að það þurfi að nota allt hveitið. Geymið hluta af hveitinu þar til degið er búið að hefast. Hnoðið degið og setjið í hveitistráða skál, setjið rakt viskustykki yfir. Setjið á hlýjan stað í 1 klukkutíma. Hnoðið degið með afganginum af hveitinu ef þörf er á. Skiptið deginu í tvo botna og fletjið út.
Smyrjið með tómatmauki eða pizzasósu og setjið á álegg eftir smekk. (Skinka, pepperoni, laukur, sveppir, paprika, tómatar, ólífur...). Rífið ost og dreifið yfir. Gott að nota tilbúinn pizzaost. Stráið smá Parmesan osti yfir og kryddið með McGormick Pizzakryddi. Bakist við 250°C hita þar til osturinn er orðin gulbrúnn og girnilegur.