Piparkökuhús
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 150 g smjör
- 150 g púðursykur
- 1 1/2 dl síróp
- engifer á hnífsoddi
- 3 tsk kanill
- 1/2 tsk negull
- 2 tsk natrón
- 1 egg
- 5-600 g hveiti
- brjóstsykurmylsna í gluggagler
Allt í pott nema egg og hveiti. Hæra stöðug í þar til suðan kemur upp. Taka pottinn af hellunni og blanda eggi og hveiti útí. Setja deigið á borð og hnoða og fletja út á bökunarplötu. Leggið snið af piparkökuhúsi ofan á og skerið út. Til að setja gler í glugga myljið brjósykur með því að setja hann í poka og brjóta með t.d kjöthamri. Baka við 200°C í uþb 10 mín.
Þegar kökurnar eru búnar að bakast í ca 2-3 mínútur takið plötuna út og stráið mylsnunni í gluggagötin og bakið áfram restina af tímanum. Mylsnan bráðar upp í gluggan og býr til "gler".
Takið af plötunni meðan kökurnar eru heitar. Límið húsið saman með bræddum sykri og skreytið með glassúr og sælgæti.
Þessi uppskrift hentar einning í venjulegar piparkökur.