Pina Colada
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Mjög einfalt að útbúa þennan drykk. Hann er yfirleitt borinn fram í rauðvínsglasi. Uppskriftin er fyrir einn (8 únsur, 240 ml).
Innihald: (Sjá mælieiningasíðuna ef í vandræðum með únsurnar.)
- 1/2 -1 únsur romm
- 3 únsur ananassafi
- 1/2 -1 únsur cream of coconut (tilbúið mix í krukku)
- 4 únsur mulinn ís
Allt sett í blandara og blandað vel. Hellt í glas og skreytt með ferskum ananas og rauðu kirsuberi. Sumum finnst þetta of sætt (væmið) og þá er best að minnka magnið af kókosmaukinu.
Má líka bera fram í öðruvísi glasi.