Peruterta
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Svampbotn
- 185 g sykur
- 4 egg
- 50 g hveiti
- 50 g kartöflumjöl
- 2 tsk lyftiduft
Sykur og egg hrært ljóst og létt !! Hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft sett út í og blandað varlega saman og ekki of mikið. Hita ofninn á 200°C við alhita. Þegar kakan fer inn stilla á undirhita og hafa í 20-30 mín.
Krem
- 3 eggjarauður
- 3 msk sykur
- 1 peli rjómi, þeyttur
- 50 g súkkulað, brætt
Eggjarauður og sykur þeytt létt og ljóst. Þeyttur rjómi og bræddu súkkulaði blandað saman og bætt við eggin og sykurinn.
Safinn úr stórri perudós notaður til að bleyta botninn. Perum raðað ofan á, gott að skera aðeins niður. Kremið sett yfir.