Pepperonirúllutertubrauð

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 1 rúllutertubrauð
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2-3 msk majónes
  • 100 gr pepperoni
  • 1 rauðlaukur
  • ½ -1 bolli ólífur
  • Ítölsk kryddblanda
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Rifinn ostur

Skerið pepperoni, lauk og ólífur smátt niður. Hrærið saman við majónes og sýrðan rjóma. Kryddið eftir smekk. Smyrjið blönduna á brauðið og rúllið því varlega upp. Leggið brauðið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 20 mínútur við 180°c.