Púðursykurs marengsrúlluterta

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Var í Vikunni

  • 4 stífþeyttar eggjahvítur
  • 190 g púðursykur, bætt í og stífþeytt með

Aðferð

Marengsnum er dreift yfir eldfasta plötu með tvöföldu lagi af eldhúspappír Notið sem mest af stærð plötunnar Bakið við 210 C í 10 mín


Fylling

  • 4 dl þeyttur rjómi
  • 250 g jarðarber skorin í litla bita
  • 150 g bláber
  • 150 g freyju rís kúlur
  • 100 g karamellukurl
  • 60 g brætt súkulaði með smá mjólk til að þynna

Aðferð

Hvolfið yfir kalda plötu og látið kólna í nokkrar mínútur. Mikilvægt að bíða ekki með næsta skref því þá stífnar marengsinn og brotnar. Dreifið fyllingunni yfir marengsinn og rúllið tertnuni upp. Jarðarber og bláber sett í rönd ofan á og brætt súkkulaði sett í sikksakk yfir. Hægt að bera fram strax.