Ostabrauðréttur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 220 gr niðursoðinn aspas
- 200 gr ferskir sveppir
- 200 gr sýrður rjómi
- 180 gr brie með gráðostarönd
- 100 gr skinka, smátt skorin
- 2 msk mæjónes
- ½ franskbrauð, rifið niður án skorpunnar
- Season all
- Smjör til steikingar
- Safi úr ½ ananasdós
Ofan á:
- 180 gr brie með piparrönd
Setjið 2/3 af brauðinu í vel smurt eldfast mót og setjið aspasinn ofan á. Bleytið brauðið með aspassafanum. Steikið sveppina í smjöri og dreifið þeim yfir brauðið. Bætið síðan við skinku og kryddið með Season All eftir smekk. Stappið saman brie með gráðaostarönd, sýrðan rjóma og mæjónes og smyrjið yfir. Leggið afganginn af brauðinu þar ofan á og bleytið með ananassafanum. Rífið brie með piparrönd yfir brauðið. Hitið í ofni við 160°C í 15-20 mínútur.