Nammikaka Guðrúnar

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Blanda fyrst saman:

  • 2 st egg
  • 330 gr púðursykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 175 gr brætt smjörlíki

Bætið svo við:

  • 180 gr hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1/2 poki möndluflögur


Skellið í ofn á 175C í 35 mín, stundum þarf hún ekki að vera svo lengi, NB: það kemur smá eins og brunalykt eftir ca 20 mín og hún verður mjög dökk, þetta er eðlilegt upp að vissu marki, þið verðið bara að meta það sjálf hvenær hún er tilbúin. Njótið vel!