Naan brauð
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Þessi er svolítið öðruvísi en venjulega - rosalega góð
Ofninn hitaður í 275°C - líka hægt að baka þetta á grillinu.
- 1 pk /11 g þurrger
- 2 msk sykur
- 2 dl mjólk, volg
Blandað sama og látið standa í 10-15 mín
- 600 g hveiti
- 1 tsk salt
- 2 tsk lyftiduft
- 4 msk olía
- 1 dós jógúrt eða sama magn af AB mjólk hrein
Sett út í mjólkurblönduna, hnoðað og látið hefast í 1 klst.
Deiginu skipt í 2 hluta. Hnoðaðar kúlur og flattar út sett á plötu.
- 1 msk maldonsalt
- 1 msk garam masala
Blandað saman og hverri köku dýft í kryddblönduna og svo sett á bökunarplötu með kryddhliðina upp. Bakað í nokkrar mín (5-10) - þar til þau eru orðin girnileg.
- 25 g smjör/smjörlíki
- 1-2 hvítlauksrif (söxuð eða pressuð)
Brætt saman í potti og sett yfir brauðin þegar þau koma út úr ofninum.