Mars og Twix ostakaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Botn

  • 3 stk Twix (c.a 180gr)
  • 50 gr heilhveitikex
  • 75 gr smjör

Skerið twixið í bita og setjið í matvinnsluvél, ásamt heilhveitikexinu. Látið vélina ganga þar til allt er orðið að mylsnu. Hrærið smjörið saman við. Hellið mylsnunni í meðalstórt smelluform og þrýstið henni niður á botninn (með fingrunum) og í 3-4 cm hæð upp með hliðunum. Kælið í amk hálftíma.

Fylling

  • 400gr rjómaostur
  • 100gr sykur
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 5 matarlímsblöð
  • 1/2 dl rjómi
  • 3 stk Mars

Hrærið rjómaostinn vel með sykrinum og blandið svo sýrða rjómanum saman við með sleikju. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í nokkrar mínútur. Hitið rjómann, kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum, bræðið þau í rjómanum og hrærið svo saman við ostablönduna með sleikju.

Karamellusósa

  • 1/2 dl rjómi
  • 40 gr púðursykur
  • 40 gr smjör

Setjið rjóma, smjör og púðursykur í pott og hitið að suðu, látið svo sjóða í uþb 2 mínútur. Hellið helmingnum af ostablöndunni í kexskelina og skerið mars stykkin í bita og dreifið þeim yfir ostablönduna. Setjið svo afganginn af ostablöndunni yfir marsið. Hellið síðan karamellusósunni varlega yfir og hrærið henni mjög varlega saman við ostablönduna með prjóni eða hnífsoddi, helst í litla hringi. Kælið í amk nokkrar klst og best væri ef hægt væri að kæla hana yfir nótt. Losið svo kökuna varlega úr forminu og berið fram.

Hver skammtur inniheldur ca 1.000.000 kaloríur!