Marengsterta

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Þessi gamla góða frá mömmu.

Marengs

  • 3 eggjahvítur
  • 150 g strásykur

Eggjahvítur stífþeyttar og sykri blandað varlega saman við. Búinn til kringlóttur botn með því að sprauta marengsnum á bökunarplötu með rjómasprautu. Bakað í 2 klst við 100°C neðst í ofni

Svampbotn

  • 2 egg
  • 70 g sykur
  • 30 g hveiti
  • 35 g kartöflumjöl

Egg þeytt mjög vel. Sykrinum bætt út í og þeytt vel saman. Hveiti og kartöflumjöl sigtað saman og blandað varlega samanvið með gaffli. Bakað 5 mín við 200°C og 7 mín. við 185°C næstneðst í ofni.

  • 1 dós niðursoðnar ferskjur
  • 1/2 l rjómi

Svampbotninn bleyttur með safanum úr dósinni. Ferskjunum raðað á botninn. Rjóminn þeyttur og helmingnum smurt ofan á ávextina. Restinni sprautað upp með hliðunum á botninum. Marengsinn settur ofan á allt saman.