Marengskaka fröken Karólínu
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 4 eggjahvítur
- 200 g sykur
- 100 g síríus rjómasúkkulaði
- 100 g möndlur
- 70 g döðlur
- 1 peli rjómi
Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Saxið súkkó, döðlur og möndlur. Blandið svo varlega saman við eggjahvítublönduna. Setjið degið á bökunarpappír,mótið 2 botna og bakið við 100°C í 2 klst. Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna daginn áður en kakan verður borin fram.