Kryddbrauð

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 5 dl hveiti
  • 5 dl haframjöl
  • 5 dl sykur (ég nota 4 dl - alveg nógu sætt)
  • 1 1/2 tsk natron
  • 1 1/2 tsk kanel
  • 1 1/2 tsk kakó
  • 1/2 tsk negull
  • rúmlega 1/4 tsk engifer
  • 5 dl mjólk

Öllu blandað saman í hrærivél og sett í smurt brauðform. Bakað neðst í ofni við 175°C í ca 40 mín eða bara þar til brauðið losnar frá forminu.