Kreppubrauð

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Kreppubrauð frökenar Karólínu. Þetta brauð er alveg ótrúlega gott - með pestó og svoleiðis gúmmelaði.

Kreppubrauð á leið í ofninn.

  • 600 gr hveiti (ég set reyndar oftast 400 gr hveiti og 200 gr heilhveiti)
  • 1 bréf af þurrgeri
  • 2 tsk salt
  • 500 ml. volgt vatn


Einfaldasti brauðbakstur sem fyrirfinnst. Öllu hrært saman í skál. Ekkert hnoðað. Á að vera blautt deig.

Geymt í kæli í a.m.k. 8 klst. (Gengur líka alveg að láta það hefast á borði í styttri tíma ef maður er í tímaþröng - það verður bara ekki alveg eins fluffy).

Hellt á bökunarpappír á bökunarplötu og kryddað að vild og smurt með olíu af fetaosti (Ég setti fetaost, olíu af fetaosti, rosmarín og maldon salt - gott og flott að hafa olíuna) Örugglega alveg fullkomið í hvítlauksbrauð lika. Hægt að setja hvítlaussmjör inn í deigklessuna áður en henni er skellt í ofninn.

Bakað við 180° í ca 30 mín, eða þangað til að það er orðið gullinbrúnt og girnilegt.