Konfektkaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Þessi þekkist víst líka sem Bounty-kaka.

Botn

  • 4 eggjahvítur
  • 100 gr. sykur
  • 150 gr. kókosmjöl
  • 50 gr. smjör

Hita ofninn í 210 °c og smyrja meðalstórt tertuform. Þeyta eggjahvítur þangað til eru hálfstífar. Hella sykrinum út í smátt og smátt og þeyta áfram þangað til hvíturnar eru stífar. Bræða smjörið og kæla ögn en blanda því síðan saman við ásamt kókosmjölinu. Hella í formið og baka neðarlega í ofninum í 8-10 mín eða þar til botninn er gullbrúnn að ofan. Láta kólna í forminu og hvolfa síðan á grind. Kreminu síðan smurt á botninn.


Krem

  • 100 gr. súkkulaði
  • 4 eggjarauður
  • 100 gr. flórsykur
  • 100 gr. smjör, lint
  • 1/2 tsk. vanilludropar

Bræða súkkulaðið og láta það kólna aðeins. Þeyta eggjarauður og flórsykur mjög vel saman. Hræra linu smjöri og vanilludropum saman við og að síðustu súkkulaðinu. Ef kremið er mjög lint er gott að láta það standa smástund í ísskáp áður en því er smurt á kökuna.