Kjúklingur með hnetusósu
WOK Uppskrift fyrir 4
- 4 kjúklingabringur skinn og beinlausar (ca 625 grömm)
- 4 msk soya sósa
- 4 msk sherry
- 3-4 msk crunchy hnetusmjör
- 1 Kúrbítur (zucchini)
- 2 msk sólblómaolía
- 4-6 vorlaukar ( svona mjóir langir laukar) skornir í þunnar skífur
- 1 dós skorinn bambus
- salt og pipar
- 4 msk ristaðar kókosflögur
Aðferð
Skera kjúklinginn í þunnar sneiðar og krydda örlítið með salti og pipar
Blanda soya sósu, sherry og hnetusmöri og hræra saman þar til orðið kekkjalaust
Skera kúrbítinn í báta þe skipta honum í ca 5 cm lengjur sem eru skornar í báta eins og maður sker appelsínu.
Hita olíuna vel á WOK pönnu þar til hún snarkar.
Skella vorlauknum á pönnuna og láta hann stikna í 1-2 mínútur.
Setja kjúklinginn út í pönnuna og stekja í 3-4 mínútur þar til hann er næstum eldaður í gegn.
Hella vatninu af bambusnum og setja hann ásamt kúrbítnum út í pönnuna og steikja í 1-2 mínútur.
Hella hnetusósunni yfir allt og blanda vel saman. Hita þetta allt í gegn og hræra vel í á meðan sósan þykknar.
Krydda eftir smekk og strá kókosflögum yfir.
Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða núðlum.