Kjúklingasalat Karólínu

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Kjúklingurinn

  • Ágætt að miða kannski við ca 1 bringu á mann.
  • Hvítlaukssalt
  • “Hunts Barbeque orginal” sósa

Kjúklingabringur skornar í bita, steikt í olíu, hvítlaukssalti eða öðru góðu kryddi. Þegar þær eru orðnar steiktar (mjúkar og safaríkar) þá hella “Hunts Barbeque orginal” sósu yfir og látið malla í stutta stund, alls ekki hafa of mikla sósu. Gott að taka þær upp og láta mestu sósuna fara af. Ágætt að setja í salatið þegar þær eru volgar.


Salatið

  • Salat, t.d. iceberg, klettasalat, og eitthvað fallegt salat.
  • Feta ostur
  • Kirsuberjatómatar
  • Gúrka
  • Avacado (mátulega þroskað)
  • Rauðlaukur
  • Furuhnetur (létt ristaðar á pönnu)
  • Tortillas flögur (plain ekki chili eða osta) muldar létt
  • Jarðarber
  • Og bara allt sem þér þykir gott

Sósa

  • 1 dl. Olía (nota olíuna af feta ostinum)
  • 1/2 dl. Balsamic edik
  • 1/2 dl. Sætt franskt sinnep
  • 1 dl. Hlyn síróp Mabel
  • Marður hvítlaukur ca. 2-3 lauf

Bara smakka til

Blanda öllu salatinu saman rétt áður en borið er fram og hellið sósunni létt yfir. Salatinu er raðað fallega á stórt fat, kjúklingur í miðjunni og salatið hringinn í kring. Ágætt er að hafa sósuna líka sér í skál fyrir þá sem vilja meiri sósu.


Ég sleppti furuhnetunum. Ég setti einn poka af litlum mozzarellakúlum, keypti svo klettasalat og veislusalat í poka.


Svo var ég með brauð með. Kreppubrauðið að koma sterkt inn hér.