Kanilsnúðar stórir

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

20 stórir bakaríssnúðar

  • 1 lítri ylvolg mjólk
  • 250 gr. smjörlíki
  • 7 msk þurrger
  • 1250 - 1500 gr hveiti
  • 2 - 2.5 dl sykur
  • 1/4 tsk salt
  • Brætt smjör
  • Kanilsykur
  • Súkkulagðiglassúr

Aðferð

Mjólkin hituð og smjörlíkið látið bráðna í mjólkinni, passa að sjóða ekki og láta svo kólna niður í ylvolga blöndu. Ég set svo öll þurrefnin í stóra hnoðskál, blanda því aðeins saman og helli svo vökvanum út í (þegar hann er orðinn ylvolgur) og svo hræra/hnoða.

Skipta deginu í tvennt og fletja út, bara með höndunum, ca 50x30cm og pensla bræddu smjöri og set svo kanilsykur yfir - mikinn!! Rúlla upp lengri hlutanum og sker niður í 10 hluta með endunum. Það fara svo 5 á hverja plötu... þrýsta aðeins miðjunni niður á snúðunum, setja svo hreint viskustykki ofan á og látið hefast í 20-40 mín. Endurtakið með hinn helminginn af deiginu.

Bakað í miðjum ofni á blæstri við 200 gráður í 10-15 mín.

Súkkulaðiglassúr eða bráð skellt yfir snúðana. Þegar þeir hafa kólnað aðeins. Gott að stinga í frysti (án glassúrs)og hita upp í örbylgju.