Kanelkaka Þórdísar

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 1 ¾ bolli púðursykur
  • 1 ½ bolli vatn
  • 2 msk smjör

Sett í pott, hitað að suðu. Kælt.

  • 2 msk smjörlíki
  • 1 bolli sykur
  • 2 bollar hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 2 ½ tsk kanill
  • 1 bolli mjólk

Smjörlíki og sykur hrært. Blanda þurrefnum samanvið ásamt 1 bolla mjólk.

Sett í eldafst mót. Púðursykursblöndu hellt yfir deigið. Strá ½-1 bolla söxuðum möndlum, heslihnetuflögum og/eða kókosmjöli yfir.

Bakað við 175° í 35-40 mín. Borin volg fram með þeyttum rjóma/ís.