Kaldhefað brauð

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 600 gr hveiti (má hafa heilhveiti að hluta, allt eftir smekk)
  • 1 poki þurrger
  • 2 tsk. salt
  • 500 ml. volgt vatn

Þessu er öllu hrært saman í skál með sleif þannig að degið sé klístrað. Skálin sett inn í ísskáp í minnst 8 kls. Best er að hafa skálina lokaða eða eitthvað breitt yfir hana. Eftir tilsettan tíma er deginu hellt á bökunarplötu með bökunarpappír. Ekki er ætlast til að það sé hnoðað heldur á það að vera seigfljótandi. Degið er makað með ólífuolíu og kryddi, t.d. basil, rósmarín, timian, oregon stráð yfir. Gott er að strá líka salti með hinum kryddjurtunum utan á. Því næst sett í ofninn og bakað í 30-40 mín við 200°c. Einnig er hægt að nota kryddolíu til að smyrja brauðið með.

Brauðið er mjög gott með súpum og ítölskum mat. Það má líka setja alls kyns fínerí í degið eins og ólífur og sólþurrkaða tómata.