Kókosskonsur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Uppskrift úr fréttablaðinu 23. febrúar 2013 (Halla Bára Gestsdóttir/Gunnar Sverrisson)

  • 40 g kókosmjólk
  • 2 msk hunang eða agavesíróp
  • 4 msk hveiti eða heilhveiti
  • 6 dl kókosmjöl
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 3 egg hrærð
  • 4 msk púðursykur eða hrásykur

Komið upp vægri suðu á kóksmjólk og hunangi/agavesírópi. Blandið þurrefnunum saman fyrir utan sykurinn. Hrærið kókosmjólkina saman við þurrefnin. Hrærið eggin varlega saman við svo úr verði mjúk blanda. Þetta má gera kvöldið áður og láta standa í ísskáp.

Hitið pönnu(pönnukökupönnu en helst pönnu sem ekki festist við) á rúmlega miðlungshita. Látið smjörklípu á pönnuna. Setjið um tvær matskeiðar af deigi á pönnuna fyrir hverja skonsu, stráið örlitlum sykri yfir. Snúið skonsunni við þegar loftbólur myndast. Gætið þess að baka ekki of mikið, slíkt gerist ansi hratt. Skonsurnar eiga að vera gullnar að lit. Berið fram og borðið heitar.