Jamaica Jerk kjúklingur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Fann þessa í fréttablaðinu.

  • 2 kjúklingar, í bitum, með skinni og beinum
  • 3 graslaukar, saxaðir
  • 4 stór hvítlauksrif, söxuð
  • 1 lítill laukur, saxaður
  • 4-5 ferskir chilli
  • 1/4 bolli limesafi
  • 2 msk sojasósa
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 1/2 msk salt
  • 1 msk brúnn sykur
  • 1 msk af ferskum timjan laufum
  • 2 tsk "jamaica allspice"
  • 2 tsk svartur pipar
  • 3/4 tsk malað múskat
  • 1/2 tsk kanill

Fjarlægja kjarna og fræ úr chilli piparnum. Setja hráefnið í marineringuna í matvinnsluvél og mauka. Marinera kjúklingabitana í 24 tíma og snúa þeim nokkrum sinnum meðan á því stendur.

Eldaður á grilli: Hita grillið vel og brúna bitana vel á öllum hliðum. Lækka hitann og láta malla í 30 mín á lokuðu grilli.

Eldaður í ofni: Setja kjúklinginn í 2 ofnskúffur og elda í uþb 45 mín á 200°C eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður.

Gott að bera þetta fram með sætri kartöflumús og brúnum hrísgrjónum.