Indverskur grænmetisréttur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 250 g rifin kókoshneta eða 125 g creamed coconut (krukka)
- 3 dl sjóðandi vatn
- 2 msk sólblómaolía
- 30 g engiferrót rifin
- 2 laukar fínt saxaðir
- 1 hvítlausrif pressað
- 2 tsk malaður kóríander
- 1 msk garam masala
- 1 tsk túrmerik
- 2 grænar paprikur, skornar í þunna hringi
- 1 rauð/gul paprika skorin í þunna hringi
- 2 gulrætur skornar í ræmur
- 1 grænn chilli pipar fræhreinsaður og saxaður (má sleppa)
- 125-175 g litlir baunabelgir skornir í 7 cm stubba
- 175 g brokkolí
- 3 tómatar afhýddir og skornir í fernina
- salt og pipar
Setja kókoshnetuna út í soðna vatið í 20 mínútur. Mixa í matvinnsluvél þar til orðið að mauki eða blanda cremead coconut við vatnið þangað til það er orðið að mauki.
Hita olíu í wok pönnu og dreifa henni um pönnuna þar til hún er mjög heit, Setja engifer, lauk, hvítlauk í pönnuna og steikja í 2-3 mín meðan hrært í pönnunni.
Bæta kóríander, garam masala og túrmerik og steikja áfram í nokkrar mínútur og bæta svo papriku, pipar, gulrótum, chilli, baunum, brokkoli og tómötum og steikja í 4-5 mín á aðeins minni hita.
Hella kókossósunni saman við og kryddið vel og látið suðu koma upp. Steikið þetta í ca 5-8 mín. Grænmetið á að vera stökkt.
Borið fram sem aðalréttur með soðnum hrísgrjónum eða núðlum. Eða sem meðlæti með karrýrétt.