Hrökkbrauð Þórhildar
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 200 g heilhveiti, bókhveiti eða eitthvað gróft mjöl
- 4 dl fræ (td sólblóma, sesam, hörfræ og það sem er til)
- ca 4 dl volgt vatn
- 1 tsk salt
- 3/4 dl olía
- Örlítið af saltflögum til að strá ofan á
Blanda þurrefnum saman og svo vatninu og olíunni og hræra saman.
Skipta deginu á tvær bökunarplötur og dreifa úr því með sleif strá örlítlu salti yfir.
Bakað við 200g í 40-60 mín
Brjótið niður og njótið.