Hnetu- og sírópsmuffins

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Hnetu- og sírópsmuffins

  • 2 bollar hveiti
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1/3 bolli brætt smjör
  • 1 egg
  • 1 bolli hrein jógúrt
  • 1/2 bolli hlynssíróp
  • 1/2 bolli gróft saxaðar valhnetur

ofan á:

  • 3 msk hveiti
  • 3 msk púðursykur
  • 2 msk saxaðar valhnetur
  • 1/2 tsk kanill
  • 2 msk kalt smjör

Blandið saman hveiti, púðursykri, lyftidufti og salt í stórri skál. Blandið saman, í annarri skál, bræddu smjöri eggi, jógúrt og sírópi. Hellið þessarri blöndu yfir hina og hrærið saman. Hellið hnetunum út í. Hellið í muffinsform. Ofan á: Setjið allt hráefnið í mixara og kurlið. Stráið yfir muffinsin. Bakið við 200°C í 16-20 mín.