Heimilisfriður
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1 bolli mjúkt smjörlíki
- 1 bolli sykur
- 1 bolli hveiti
- 1 bolli haframjöl
- 1 bolli saxaðar döðlur
- 1 bolli saxað súkkulaði
- 1 tsk lyftiduft
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- Flórsykur til skrauts.
Aðferð Hita ofn í 175° (165°með blæstri). Hræra öllu hráefninu saman með sleif. Bakið í formi sem er ca 24 sm í þvermál í ca 25 mín.