Hefðbundið lambalæri
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- Lambalæri
- Dijon sinnep
- Nokkur hvítlauksrif
- Salt og pipar og rósmarín eða Bezt á lambið kryddið(fæst í Nóatún).
Gera nokkur göt í lærið með hníf á velvöldum stöðum. Pota hvítlauksrifjum inn í lærið. Smyrja lærið með dijon sinnepi og krydda með Bezt á lambið eða þá salti pipar og rósmarín.
Baka í ofni við 180°C í ca klukkutíma fyrir hvert kg eða rúman klukkutíma á grilli. Ef lærið er eldað á grilli þarf að vefja það vel í álpappír þannig að safinn af kjötinu leki ekki út úr pappírnum. Svo þarf að muna að snúa lærinu á grillinu.